152. löggjafarþing — 57. fundur,  28. mars 2022.

ákall Fangavarðafélags Íslands.

293. mál
[19:18]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir þessa umræðu sem er afar mikilvæg. Hér er um að ræða grundvallarréttindi þeirra sem eru frelsissviptir en jafnframt þau grundvallarréttindi opinberra starfsmanna að vera öruggir í sinni vinnu. Því miður er eins farið með þessa grunnþjónustu, afplánun, og mjög marga aðra slíka þjónustu að hún er algerlega vanfjármögnuð og undirmönnuð. Þess vegna skapast hætta. Þetta er eins með löggæsluna. Það eru of fáir, það eru of fáar hendur að sinna þeirri þjónustu sem á að veita og þá skapast hætta. Fólk gengur langar vaktir í ófullnægjandi starfsaðstæðum og oft skapast hættuástand vegna ástands þeirra (Forseti hringir.) sem þarna dvelja, því miður. (Forseti hringir.) Þetta verða stjórnvöld að taka alvarlega. Þau verða að taka svona ákall alvarlega.