Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

upplýsingar um kaupendur Íslandsbanka.

[15:10]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra segir að spilling blasi ekki við, enda voru það mín orð, en ég spyr hvort hún telji að þær upplýsingar sem komið hafa fram gefi tilefni til að rannsaka hvort spilling hafi átt sér stað. Eins langar mig að heyra hvort hæstv. forsætisráðherra telur að sporin hræði nú og það þurfi að skoða framhaldið. Hvaða skref verða stigin næst? Eru t.d. núverandi aðilar sem sáu um söluna fyrir okkar hönd hæfir til þess að selja aftur ef það á að halda áfram að selja bankann? Eða hyggst hæstv. forsætisráðherra beita sér fyrir því að aðrar leiðir verði notaðar og annað fólk fengið að borðinu? En kannski fyrst og fremst: Mun hæstv. forsætisráðherra rannsaka hvort spilling hafi átt sér stað?