Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

ákvörðun nr. 215/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

462. mál
[17:08]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þegar kemur að þessum fasa í sölu á Íslandsbanka þá hefur ekki staðið á neinum, hvorki ráðherra né þingmönnum stjórnarliðsins, að birta það sem talið er að þurfi að birta til að auka gagnsæi og það sé alveg skýrt hvað þarna fór fram. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis talað skýrt í þeim efnum og viljað að þessar upplýsingar séu birtar, en það þarf þá að liggja fyrir hvort það er heimilt eða ekki. Ef það er ekki heimilt þá er það okkar hér að gera eitthvað í því, ef við viljum breyta þeirri stöðu. Það er í mínum huga alveg ljóst að við erum í fullum færum til að stuðla að því að samkeppni aukist á þessum markaði þótt hann sé smár. Þegar kemur að eignarhaldinu þá horfum við jú núna á lífeyrissjóði og svo sem líka á að fjárfesta í bankanum og svo eru einnig mjög mismunandi skoðanir á því hvort það fari vel á því að um sé að ræða erlendra fjárfesta eða ekki, sem mér þykir persónulega sjálfsagt mál. En sumum þykir mjög miður að þetta eigi allt að vera í höndum innlendra aðila, þannig að í svona ákvarðanatöku er vissulega aldrei hægt að verða við skoðunum eða sýn allra. En grundvallaratriðið er að það hefur verið stefnt að því að selja þennan banka í mörg ár og loksins erum við komin á þann stað að gera það í skrefi tvö og heilt yfir hefur það gengið ótrúlega vel.