Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

stjórn fiskveiða o.fl.

451. mál
[20:11]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið og spurninguna. Líkt og ég rakti í framsöguræðunni er þetta frumvarp til komið til að auka líkur á því að Ísland geti nýtt sér þær heimildir sem Ísland hefur til að veiða bláuggatúnfisk og hefur fengið á vettvangi Atlantshafs-túnfiskveiðiráðsins. Við höfum ekki á undanförnum árum verið að nýta okkur þetta vegna þess að íslensk skip hafa ekki þann búnað og þá reynslu og þá þekkingu sem nauðsynleg er til þess að geta stundað þessar veiðar. Þess vegna er verið að leggja til þessa undanþágu, til að hægt sé að nýta tæknibúnað, sérhæfð erlend skip og áhafnir til að viðhalda veiðireynslunni hérlendis í framtíðinni, eftir að því sex ára tímabili sem bráðabirgðaákvæðið nær til er lokið.