Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 61. fundur,  4. apr. 2022.

stjórn fiskveiða o.fl.

451. mál
[20:47]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, ef við ætlum að fara út í þessar veiðar þá tel ég að það væri einmitt af hinu góða að við gerðum það og af alvöru. Að við fjárfestum í rannsóknum, fjárfestum í betra eftirliti með því sem er gerast á þessum miðum og sýnum gott fordæmi gagnvart öðrum en förum líka í góða samvinnu við þá alþjóðlegu aðila. Það var talað um að þetta væru bara 0,5% af kvótanum sem verið er að tala um að úthluta til Íslands þannig að það eru aðrir stærri veiðiaðilar þarna. En eins og hv. þingmaður segir, kannski getum við komum með okkar þekkingu og reynslu af því hvernig við höfum gert hlutina á ábyrgari hátt en aðrar þjóðir og þar með bjargað bláuggatúnfiskinum og sushi-inu okkar.