152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[12:00]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort sú áætlun sem hér er sé rétt eða ekki. En mér finnst ansi bagalegt með umræðu eins og þessa, sem er búið að vita nokkuð lengi hvenær yrði og að hún myndi þurfa að klárast fyrir páska, að við þingmenn þurfum að eiga orðastað við staðgengla fagráðherra sem ekki sjá sér fært að mæta. Það hefur því miður komið þannig í gegn að svörin við þeim spurningum sem við leggjum fram eru: Ja, ég veit það ekki, en ég skal komast að því. Það er ansi bagalegt. Ég veit að það er ekki hægt að laga það í þetta sinn en ég vona að hæstv. forseti leitist við, næst þegar við ræðum slíka áætlun, að tryggja að fagráðherrar séu hér á staðnum til að svara spurningum.