152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

fjármálaáætlun fyrir árin 2023--2027.

513. mál
[13:29]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég tel nú að Hafrannsóknastofnun sé að vinna eftir þeirri bestu aðferðafræði sem hægt er að nota hverju sinni. Hið minnsta er Hafrannsóknastofnun án efa að reyna að aðlaga sína aðferðafræði eftir því sem þekkingu, vísindum og rannsóknum fleygir fram. Það er alla vega trú mín og ég vonast til þess að það sé rétt. Ég vil í því samhengi nefna að við erum í samstarfi við Alþjóðahafrannsóknastofnunina sem tekur út ráðgjöf Hafró þannig að þar er þá alla vega kominn aðili sem fylgist með þessu. Þannig að ég get ekki tekið undir það að aðferðafræðin hafi engu skilað. En við hv. þingmaður getum líka bara að vera ósammála um það, það er allt í lagi.

Ég ætla bara að segja, af því að hv. þingmaður kom hérna inn á strandveiðarnar, að það er jú eitthvað sem við erum hjartanlega sammála um að sé kerfi sem þurfi að efla, enda var það Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem kom því á.