152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.

531. mál
[17:49]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég nefndi áðan er það auðvitað þannig að Eftirlitsstofnun EFTA hefur nú þegar hafið formlega málsmeðferð vegna tafa Íslands á því að innleiða einmitt þessa tilteknu tilskipun að fullu þannig að við erum nú þegar á eftir áætlun með þetta. Auðvitað hefði maður viljað sjá, eins og kom fram áðan, að svona mikilvægar athugasemdir — ég held að umsagnaraðilarnir séu ekki að gera að gamni sínu þegar þeir benda á þessi atriði — að það fari fram einhver rýni af hálfu ráðuneytisins á því. Þar er nú aldeilis hópur af kraftmiklum sérfræðingum sem geta farið vel yfir þetta og eru með góða yfirsýn. En mér sýnist, miðað við það hvað þetta er rýrt í þessari greinargerð, að þessi vinna muni lenda á þinginu (Forseti hringir.) og ég vona að það tefji málið ekki enn frekar.