152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl.

531. mál
[17:52]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið heils hugar undir þetta. Stundum er Evrópusambandið gagnrýnt fyrir lýðræðishalla og að einhverju leyti er kannski eitthvað til í því. Ég held að t.d. Evrópusambandsþingið ætti að hafa meiri völd en það hefur nú þegar. En sá lýðræðishalli bliknar í samanburði við þann lýðræðishalla sem felst í því að taka hérna við nánast gagnrýnislaust á færibandi gerðum frá Evrópusambandinu. Auðvitað ættum við að eiga sæti við borðið.