152. löggjafarþing — 64. fundur,  7. apr. 2022.

skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. .

531. mál
[17:53]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta hefur aðeins verið rætt, en mig langar að ræða aðeins nánar um það og það er þessi 4. liður í umsögn TIF sem snýr að því að þau hafi hvorki dagsektarheimildir né önnur þvingunarúrræði til þess í raun að knýja fram upplýsingar ef aðildarfyrirtæki sjóðsins afhenda ekki umbeðnar upplýsingar til sjóðsins. Og einmitt þá tilvitnun sem hv. þingmaður kom inn á í andsvari áðan, sem er svar ráðuneytisins, að þá muni skapast augljóst tilefni til að skoða það sérstaklega og bregðast við eftir þörfum ef vandinn komi upp. Nú er það þannig í réttarríki að það er ekki hægt að beita þvingunarúrræðum eða einhvers konar refsingu ef það liggur ekki skýrt fyrir í lögum, þannig að í raun er verið að segja, og ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður sé sammála mér í því: Við ætlum ekki að hafa nein þvingunarúrræði. Það er ekki hægt að bregðast við eftir á. Það er hægt að bregðast við eftir þörfum ef heimildin er ekki til staðar. Þetta veit fjármálaráðuneytið alveg. Hvers lags orðalag (Forseti hringir.) er það að segjast ætla að bregðast við eftir þörfum eftir að staðan kemur upp og það er ekki verið að virða lög?