152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[12:54]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég ætla að kanna það mjög rækilega í hv. umhverfis- og samgöngunefnd hvernig þessu verður nákvæmlega fyrir komið. Við vitum að samráðsferli þjóna ekki alltaf tilgangi sínum þó að búið sé að setja góð markmið á blað og tilgangurinn eigi að vera ljós. Það skiptir mjög miklu máli hvernig þetta samráð fer fram og ekki síst skiptir það máli gagnvart íbúum í nærsamfélögunum. Ef íbúar í nærsamfélögunum hafa lögbundinn rétt til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þarf að fjalla um þau í ferlinu og hlusta á þau.