152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[13:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Sigríður Benediktsdóttir segir að þetta brjóti í bága við 3. gr. og mögulega 2. gr. umræddra laga. Í 3. gr. segir:

„Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“

Bréfin voru seld á 117. Í dag standa þau í 128. 5 milljarðar eru þarna komnir. Er það gagnsæi? Er þetta eðlilegt? Nei, hér kemur það fram alveg svart á hvítu; þetta er lögbrot.