152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:08]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú ætla ég að vona að forseti þingsins, ekki sú sem hér situr heldur hæstv. forseti Birgir Ármannsson, sé á tali við formann Sjálfstæðisflokksins að sinna því hlutverki sínu, sem forseti allra þingmanna og Alþingis Íslendinga, að fá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra til að sjá ljósið þannig að hann fari ekki villur vegar svona rétt fyrir páskahátíðina — fólk verður að axla ábyrgð á því sem hér hefur farið fram — og þingið samþykki tillögu um að stofna rannsóknarnefnd sem hefur allar þær heimildir sem hún þarf að hafa til að rannsaka bankasöluna sem fram fór í mars. Meðan hér hrannast upp vitnisburðir og fréttir af því hvernig hún fór fram höfum við ekkert val. Ég ætla að leyfa mér að vona í nokkrar sekúndur (Forseti hringir.) í viðbót að forseti þingsins standi undir þeirri ábyrgð að vera forseti Alþingis.