152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:16]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er búið að boða til mótmæla hérna fyrir utan klukkan tvö á laugardaginn til að mótmæla þessu en það er spurning hvort það hristi eitthvað upp í ríkisstjórninni. Ég efast um það. Þetta er einbeittur brotavilji, lög brotin, og við þurfum rannsóknarnefnd strax. Við þurfum rannsóknarnefnd sem veltir við öllum steinum, fer ofan í allar sprungur, í öll skúmaskot, dregur öll lögbrotin fram. Það er komið alveg á hreint að lögbrot voru framin. Ég spyr: Ætla stjórnarliðar að láta þetta viðgangast? Hvernig í ósköpunum á hæstv. fjármálaráðherra að skrifa upp á samþykki til föður síns, til þessara fyrrum bankahrunsmanna? Er siðferðið algjörlega horfið hjá stjórnarliðum (Forseti hringir.) og ætla þau sér virkilega að láta þetta viðgangast? Ég trúi því ekki.