152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:25]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kem hér upp öðru sinni til að taka undir þessa ósk. Það er svo margt í þessu máli og spurningarnar eru svo alvarlegar. Eitt atriði: Þegar menn eru að selja bréf en jafnframt að kaupa þau, í hvaða stöðu erum við þá gagnvart hugtakinu innherji í lögum? Innherji í lögum getur verið fruminnherji en svo er hægt að vera í þeirri stöðu tímabundið vegna starfa sinna, tímabundið vegna skyldna í starfi. Þetta er eitt atriði af ótal mörgum þar sem við erum ekki bara að tala um upplifun almennings af fréttum heldur raunverulega krefjandi spurningar sem þarf að fá svör við.