152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:28]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er hér allt í óefni og uppnámi og það er heimatilbúið vandamál meiri hlutans sem ræður dagskránni í þinginu. Við verðum að fá hlustun og við verðum að fá fundarhlé svo hægt sé að ræða hér á milli formanna og þingflokksformanna um tillögu að stofnun rannsóknarnefndar. Þetta er ekkert flókið. Það þarf að gera þetta og það verður rætt hér þar til yfir lýkur þangað til tillaga um rannsóknarnefnd verður flutt. Þá er hægt að komast að því hvort stjórnarliðar hafi hrygglengju til að standa með fólkinu í landinu og til að standa gegn spillingu.