152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:30]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er öskuill yfir því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi klúðrað þessu söluferli vegna þess að ég taldi mikilvægt að vel tækist til og ég taldi að við værum að stíga gott skref. Ég er algjörlega miður mín yfir þessum vísbendingum um getuleysi Alþingis til að bregðast við þessu klúðri og ég trúi því ekki að fjarvera stjórnarþingmanna héðan úr þingsal, eftir þær fréttir sem okkur hafa borist, eigi að túlka sem svo að þau séu bara ókei með þetta, þau séu bara sátt, þetta fari bara sinn veg. Svo kemur kannski einhver með rasísk ummæli eftir helgi, slatta af kynferðislegri áreitni mögulega líka? Ég veit það ekki. Og gullfiskaminni almennings er það sem við treystum raunverulega á, ef marka má meiri hlutann. Ég neita að trúa því að við séum stödd þar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)