152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:37]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka stjórnarandstöðunni fyrir að halda þessu máli á lofti. Það skiptir máli að við vöndum vel til verka þegar kemur að þessu eins og margoft hefur komið fram hér í dag. Ég vil samt sem áður leggja fram ákveðna spurningu, af því að við erum alltaf að tala um vandaða stjórnsýslu hér og að við förum eftir stjórnskipan Íslands. Þegar við erum með stjórnsýslukæru þá byrjum við á því að tæma kæruleiðir áður en við förum í eitthvað æðra. (Gripið fram í: Þetta er ekki skylt. ) — Bíddu, ef við ætlum að fara fram á að við séum með rannsóknarnefnd Alþingis sem fer ofan í þetta allt saman, eins og þið eruð að leggja til, (Gripið fram í: Já.) þá langar mig svolítið að við skoðum það að fara fyrst … (Gripið fram í: Nei. ) Ætlar þú að segja mér hvað mér finnst? (Gripið fram í.) Ef við ætlum að fara þessa leið þá langar mig ótrúlega mikið að leggja til, og styðja við það sem við höfum verið að tala um hér í dag, (Forseti hringir.) að fara til Ríkisendurskoðunar fyrst og svo ef eitthvað kemur út úr því (Forseti hringir.) þá getum við farið í að skoða rannsóknarnefnd Alþingis. Það er það eina sem ég hef fram að færa í þessari umræðu (Forseti hringir.) og mér finnst leiðinlegt þegar verið er að leggja mér skoðun í munn (Forseti hringir.) hér í pontu.

(Forseti (DME): Forseti biður hv. þingmenn að nota ræðupúltið til að tjá sig og ef þeir óska eftir tveggja manna tali þá geri þeir það annars staðar en inni í þingsal.)