152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:48]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég er endalaust einhvern veginn að átta mig á þessari skammsýni stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar að skilja ekki virði þess að fara í þessa vegferð í samvinnu við okkur, við stjórnarandstöðuna, þannig að allt þingið geti unnið að þessu saman, farið í ferli, aukið trúverðugleika, aukið traust, af því að það er það sem almenningur þarf á að halda akkúrat núna. Ef ríkisstjórninni væri eitthvað annt um almannahagsmuni þá sæjuð þið hag í því að við, stjórnarandstaðan, værum ekki að hérna öskrandi ill í pontu, sem ég er nota bene núna. Ég er hérna reið og öskrandi ill af því að ég hef gríðarlega miklar áhyggjur af þessu. Ríkisendurskoðandi er ekki rétta verkfærið í starfið. Ef mig vantar að koma nagla í vegginn heima hjá mér þá gríp ég hamarinn, ég gríp ekki skrúfjárnið fyrst, (Forseti hringir.) þótt það sé fínasta verkfæri, og prufa það og svo ef það gengur ekki þá næ ég í hamarinn. Ég er ekki vitlaus. (Forseti hringir.) Við þurfum að nota rétt verkfæri. Annars er ríkisstjórnin bara að segja: Við viljum ekki, (Forseti hringir.) við erum skíthrædd við það hver niðurstaðan verður og þar af leiðandi ætlum við ekki að nota rétta verkfærið, (Forseti hringir.) af því að við viljum ekki að naglinn fari í vegginn.