152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[14:56]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ágætur þingmaður sem situr hér í salnum er búinn að feitletra fyrir mig það sem skiptir máli í lögunum um rannsóknarnefndir og það er greinilegt að þessar rannsóknarnefndir hafa býsna víðar heimildir til að sinna verkefnum sínum. En það sem mér er efst í huga núna er: Hvar er hæstv. forsætisráðherra Íslands? Hvar eru Vinstri græn sem kenna sig við réttlæti? Ætlar hæstv. forsætisráðherra að láta það yfir okkur ganga að verið sé að brjóta lög, eins og fullyrt er? Ætlar hún að vera einhvers staðar úti í bæ á meðan við erum að reyna að kryfja mál til mergjar og fá það í gegn að þetta mál verði skoðað, eins og lög heimila að sé gert? Eða ætlar hún bara að taka þátt í þeirri samspillingu sem greinilega á sér stað hérna? Það er verið að verja einhverja aðila (Forseti hringir.) sem á ekki að vera að verja á þessum tímapunkti.