152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[15:00]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kom inn á það áðan hvað það var spaugilegt hvernig Framsóknarfólk reið hér inn þegar mælendaskráin var í rauninni tæmd, eins og til þess að geta tryggt að þau ættu síðasta orðið. Ég held að þau hafi kannski flaskað á því að samkvæmt þingsköpum er í rauninni hægt að óska eftir umræðu um fundarstjórn forseta á milli hvers einasta ræðumanns í máli. Ég veit ekki hvað klukkan er núna, er hún ekki tvö eða þrjú? Ég held að við munum ekki ræða mikið um hollustuhætti og mengunarvarnir í dag. Það verða kannski fluttar nokkrar stuttar ræður um það. En að öðru leyti munum við auðvitað halda áfram að tala undir þessum lið og krefjast þess að stjórnarliðar standi við gefin fyrirheit um að sett verði á fót rannsóknarnefnd um söluferlið í Íslandsbanka. Það er alger lágmarkskrafa. Með þessu munum við standa með almenningi í landinu, standa með góðum og heilbrigðum viðskiptaháttum og stjórnsýsluháttum.