152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[15:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég nefndi hér áðan þau kælingaráhrif sem ég held að verið sé að reyna að ná fram í þessu máli og yfirvofandi skoðun á því, burtséð frá því með hvaða hætti hún verður framkvæmd, en ég var hreinlega búinn að gleyma Lindarhvolsmálinu sem hv. þm. Andrés Ingi Jónsson rifjaði hér upp rétt áðan. Ef eitthvað er víti til varnaðar hvað skoðun sem þessa varðar þá er það það mál. Það hefur verið hálfdapurlegt að fylgjast með því hvernig það mál hrekst á milli nefnda og pósta, virðist alltaf hrekjast á milli með það að markmiði að sem minnstar upplýsingar verði birtar. Í ljósi þess hvernig það mál hefur unnist þá held ég að það væri skynsamlegt að reyna að ramma þetta inn á þeim forsendum sem virtist verða að niðurstöðu hér í gær. Ég legg til að hæstv. forseti hlutist til um það.