152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:26]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þetta er merkileg staða sem er komin upp á Alþingi. Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra ber ábyrgð á því að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka. Í ljós kemur að ferlið er harðlega gagnrýnt og alltaf er að koma meira og meira í ljós sem vekur tortryggni. Meira að segja eru menn að velta því fyrir sér hvort lögum hafi verið fylgt. Hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra segir: Já, ég er alveg til í að láta skoða þetta, bara ef það verður ríkisendurskoðandi sem gerir það. Ég er búinn að ákveða það. Hæstv. ráðherra segir: Ég er til í að láta rannsaka verk mín ef ég fæ að velja hver gerir það. Þetta er bara ein birtingarmynd spillingar. Það er Alþingi Íslendinga (Forseti hringir.) sem þarf að skipa ráðherranefnd með ríkum heimildum til þess að fara í gegnum þetta mál. Við lifum á Íslandi við ráðherraræði og það er svo kristaltært í þessum málum.