152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:38]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um mína líðan akkúrat núna. Ég hélt satt best að segja að í þessum meiri hluta væru skynsamir einstaklingar sem létu þetta ekki yfir sig ganga. Það er komið núna með þau skilaboð að það sé rétt að fara þessa leið. En við skulum ekki gleyma því að það var fjármálaráðherra sem kynnti þessa leið og síðan eru allir bara hér eins og hvolpar að apa upp eftir fjármálaráðherra og því sem hann sagði að rétt væri að gera. Það er eins og hópurinn þori ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir. Það liggur bara fyrir að einn færasti sérfræðingur landsins segir (Forseti hringir.) að það séu líkur á að lög hafi verið brotin og telur eðlilegt að viðskiptunum sé rift. Er þá ekki eðlilegt að það sé farið alla leið í því að rannsaka það? (Forseti hringir.) Koma hér eins og hræddir hérar upp í pontu og fylgja þessum ráðherra bara alveg beint út af bjarginu.