152. löggjafarþing — 67. fundur,  8. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:51]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Hver er ríkisendurskoðandi? Hver er það, skipaður af þinginu? Er hann til? Á settur aðili að sjá um þessa rannsókn, hugsanlega aðili sem verður settur í þetta starf í framhaldinu, og fara gegn meiri hluta sem mun síðan ákveða að setja hann í starfið? Þetta getur ekki gengið upp, bara alls ekki. Talandi um að einhver óvilhallur aðili eigi að taka málið. Hvers lags bull er þetta? Þetta er ekki óvilhallur aðili. Á meðan þingið er ekki búið að fjalla um hver á að vera næsti ríkisendurskoðandi þá er þessi stofnun vanhæf til að taka þetta mál. En eigum við að bíða fram í júní (Forseti hringir.) eftir að það verði farið í þetta mál? Ég er farinn að velta fyrir mér (Forseti hringir.) hvað ég ætla að gera hérna eftir páska. Það verður bara þannig að það verður stríð (Forseti hringir.) fram að þinglokum. Það er bara verið að rétta okkur puttann dag eftir dag.