Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[15:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er algjörlega nauðsynlegt að þingið fái að ræða við þessa þrjá ráðherra sem um ræðir. Þau hafa einfaldlega verið of missaga um þessa hluti. Hæstv. ráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur gagnrýnt þetta og sagst hafa varað við. Hæstv. fjármálaráðherra segir að þetta hafi allt verið samkvæmt bókinni og hæstv. forsætisráðherra segir svo í viðtali að hún hafi nú kannski vænst þess að hlutirnir færu öðruvísi. Þau geta hins vegar komist að sameiginlegri niðurstöðu, formenn stjórnarflokkanna, um að það hafi verið þvílíkir annmarkar á að það væri ástæða til að leggja niður Bankasýsluna. En aðspurð um stöðu hæstv. fjármálaráðherra segir hæstv. forsætisráðherra að það verði að bíða eftir niðurstöðu rannsóknar fram á sumar varðandi það. Þau virðast geta fellt dóma um sumt og annað ekki. Við þurfum að fá þetta fólk í hús og við þurfum að geta átt orðastað við það.