Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  25. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[18:50]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Fyrst að ábyrgðinni og hvort hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra beri ábyrgð á þessu öllu saman þá get ég ekki skilið það þannig að hann einn beri ábyrgðina. Það er ákveðið ferli, eins og hv. þingmanni er fullkunnugt um, sem er búið að ræða hér í dag þannig að það eru allir þeir sem koma að verkefninu, og vissulega er það ráðherrann sem kvittar upp á uppboð söluna. Hvort sem það tengist þá föður hans eða einhverjum öðrum þá voru þetta leikreglurnar sem menn spiluðu eftir þarna. Og það er það sem ég er að tala um, að þetta er eitt af því sem við áttum að sjá fyrir þegar við fjölluðum um málið, að þetta gæti gerst, að svona yrði spilað úr spilunum.