Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 68. fundur,  26. apr. 2022.

sala hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka, munnleg skýrsla fjármála- og efnahagsráðherra. - Ein umræða.

[02:05]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins að staldra við og vekja athygli á því að klukkan er tvö að nóttu. Við erum að ræða í skjóli nætur alveg gríðarlega stórt og mikilvægt samfélagsmál. Mig langar líka að vekja athygli á því að við erum að ræða um munnlega skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra. Mig langar að fá að spyrja hæstv. forseta hvort fjármála- og efnahagsráðherra sé ekki örugglega í húsinu og að fylgjast með því sem fram fer hér og hvort hæstv. fjármálaráðherra ætli ekki sjálfur að koma upp og bregðast við því sem hefur komið fram í dag og halda lokaræðu eins og er svo algengt þegar ráðherra flytur skýrslu. Ég vil spyrja forseta hvort hann geti kallað hæstv. ráðherra inn.