152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

barnaverndarlög.

584. mál
[14:21]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Það voru samþykkt lög hérna þegar ég var ekki varaþingmaður um samþættingu þjónustu við börn. Sveitarfélögin komu fram með ýmsar áhyggjur, fjárhagslegar áhyggjur af þessum lögum. Þetta eru viðamikil lög, það eru miklar breytingar, t.d. málastjórar, og það er mikil áhersla lögð á það. Það sem ég vil spyrja um í þessu samhengi er hvers vegna ekki var einblínt meira á úrræði í þessu þegar rætt var um samþættingu þjónustu, vegna þess að þetta er eitthvað sem hefur líka verið að vefjast fyrir og er ein af ástæðunum fyrir því að þessar nýju uppfærðu barnaverndarnefndir er ekki komnar. Það voru miklar fjárhagslegar áhyggjur af þessum lögum hjá sveitarfélögum, hvort það myndi virkilega standast að fá allt það fjármagn sem þyrfti. Ég beini því fyrirspurn til hæstv. ráðherra: (Forseti hringir.) Gæti mögulega verið að lögin um samþættingu þjónustu séu ástæðan fyrir því að það er verið að seinka þessum barnaverndarnefndum?