152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:22]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Vegna einmitt þessara orða sumra stjórnarþingmanna að stjórnarandstaðan treysti ekki Ríkisendurskoðun þá var það í umræðunni í gær sem hv. þm. Ágúst Bjarni Garðarsson ásakaði mig ítrekað, þrátt fyrir að ég hafi leiðrétt hann, um að treysta ekki ríkisendurskoðanda. Hann einfaldlega laug upp á mig, það er ekkert flóknara en það. Allir sem vilja geta skoðað hvernig hann fór með slíkt fleipur, hvernig ég leiðrétti það og hvernig hann endurtók það bull. Þannig að ég kalla eftir því að þingflokksformenn stjórnarflokkanna komi hingað upp í ræðustól og útskýri í eitt skipti fyrir öll fyrir okkur öllum hvað sé rétt í þessu. Er í stjórnarandstaðan í alvörunni að segja að Ríkisendurskoðun sé ekki treystandi? (Forseti hringir.) Ef ekki þá vil ég beina því til forseta að ávíta viðkomandi þingmenn (Forseti hringir.) um brigslyrði þegar svona kemur upp aftur.