152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:26]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Mér þykir þessi umræða orðin frekar döpur, verð ég að segja, og hér er fólk sagt ljúga hægri vinstri. Ég vil bara benda á að áðan t.d. staðhæfði hv. þm. Eyjólfur Ármannsson það að Bankasýsla ríkisins hafi fylgt hæstv. fjármálaráðherra yfir í forsætisráðuneytið. Það var ekki satt. Það var ekki satt. Hv. þm. Helga Vala Helgadóttir talar um að hér sé verið að ljúga. Ég vil biðja þingheim um að segja satt, alla þá …(HVH: Sömuleiðis.) — ég segi alltaf satt. Þú getur alveg bókað það.

Mig langar líka að fá að koma aðeins inn á það að hér hefur verið kallað eftir því að þessi sala verði rannsökuð og það verði farið í kjölinn á henni. Við erum öll sammála um það. (Forseti hringir.) Ef við viljum fá niðurstöðu hratt og örugglega, og það er talað um að hér sé brotið á trausti, (Forseti hringir.) þá er það að fela ríkisendurskoðanda að fara í þá vinnu og í framhaldinu, (Forseti hringir.) ef eitthvað er athugavert, eru allir tilbúnir til þess að skipa rannsóknarnefnd til þess að skoða það nánar. (Gripið fram í: Og við eigum bara að treysta því?)