152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[17:34]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Við hvað erum við hrædd? spyr hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir okkur stjórnarliða. Við erum ekki hrædd. Við erum það ekki. Hér hefur verið talað frá fyrsta degi um það að við viljum hafa allt þetta ferli uppi á borðum. Hér er einnig talað um traust, og hverjir eiga mest undir því að það sé traust? Er það ekki ríkisstjórnin? Ég vil árétta það að lög gera ráð fyrir því að forseti Alþingis skipi formann rannsóknarnefndar. Hann mun einnig hafa samráð um það (Forseti hringir.) og afmarka umboð hennar. (Forseti hringir.) Því vil ég velta fram þeirri spurningu (Forseti hringir.) til stjórnarliða hvort þeir beri traust til forseta þings (Forseti hringir.) til að velja og skipa formann rannsóknarnefndar.