152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

barnaverndarlög.

584. mál
[18:36]
Horfa

Sigmar Guðmundsson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við séum í sjálfu sér alveg sammála um hið endanlega markmið, ég og hæstv. ráðherra. Við munum a.m.k. taka þetta mál sem eitt af þeim málum sem fer í þennan sarp sem stöðumatsskýrslan mun væntanlega taka á. Ég hygg að það hafi átt að vera um mitt kjörtímabilið og þá er þetta eitt af þeim málum sem við hljótum að þurfa að skoða með tilliti til þessa. En að öðru leyti vil ég bara þakka hæstv. ráðherra fyrir skoðanaskiptin.