152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl.

457. mál
[19:40]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Ég spyr að þessu vegna þess að það er lykilatriði í tilskipun 2011/92 frá Evrópusambandinu að skilyrði fyrir því að veita megi framkvæmda- og starfsleyfi til starfsemi sem hefur umtalsverð umhverfisáhrif er að umhverfismat, gilt umhverfismat hafi farið fram áður en leyfi er veitt. Ég veit ekki betur en að Landvernd og jafnvel fleiri náttúruverndarsamtök hafi lýst efasemdum um að sú leið sem hér er farin standist alveg örugglega EES-rétt og stjórnvöld hafa, eins og hæstv. ráðherra veit, brennt sig á því að setja lög sem standast ekki þau viðmið um gilt umhverfismat. Þess vegna spyr ég

Þá langar mig í seinna andsvari að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi engar áhyggjur af því að þessi lög muni í rauninni að draga svolítið tennurnar úr kröfum um umhverfismat og framkvæmdaraðilar geti með þessum nýja ramma í rauninni lagt viljandi fram umhverfismat sem stenst ekki skoðun.