152. löggjafarþing — 69. fundur,  26. apr. 2022.

niðurgreiðsla húshitunarkostnaðar.

582. mál
[22:35]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Án þess að ég ætli að lengja það mikið þá vona ég að við hv. þingmaður og aðrir hv. þingmenn séum sammála um að þetta sé skref fram á við og eitt af þeim fjölmörgu sem við þurfum að taka til að ná árangri. En ég vildi bara nefna að við megum heldur ekki gleyma því, og er það eitt af því sem við megum ekki missa sjónar á, að það er líka mjög mikilvægt að við höldum áfram að leita að heitu vatni til húshitunar. Við höfum gert mjög lítið af því á undanförnum árum. Þó að það sé ekki gert eins og við þekkjum t.d. hér á höfuðborgarsvæðinu og mjög mörgum öðrum stöðum þá er hægt að nota tækni til að vera með heitt vatn í húsum víðs vegar um landið. Við þurfum að stíga næstu skref í því og við þurfum líka að gera það hratt.