152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

lengd þingfundar.

[15:54]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu styð ég lengdan þingfund. Þó að það séu félagsfundir í félögum stjórnmálaflokkanna um land allt þá verðum við náttúrlega að getað starfað í þinginu á sama tíma. Það eru Framsóknarfélög starfandi í allflestum sveitarfélögum landsins og það væri erfitt ef alltaf þyrfti að fella niður þingfund ef þar væri fundur. Hins vegar veit ég ekki annað en að fjöldi mála bíði afgreiðslu. Síðast á fundi velferðarnefndar í morgun var rætt um mikilvægi þess að umsagnaraðilar fengju sem lengstan tíma til umsagnar. Því fleiri mál sem við komum út til umsagnar fyrir þinghlé sem nú er fram undan því betra.