152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:03]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það sem hefur verið rætt oft í þessum ræðustól og einnig í fundarstjórn forseta eru orð stjórnarmeirihlutans þar sem hann er að ásaka stjórnarandstöðuna um að vantreysta Ríkisendurskoðun þegar við segjum að málið sé komið þangað á forsendum fjármálaráðherra. Frá fjármálaráðherra kom beiðni um úttekt þar sem segir:

„Samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga hefur ríkisendurskoðandi m.a. það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd samninga sem eru gerðir við einkaaðila og hafa eftirlit með starfsemi og árangri ríkisaðila.“

Þetta er forsenda fjármálaráðherra. Þarna er hann að benda á hvað hann telur vera að. Þetta er það sem við gerum athugasemd við. Það er ekki verið að segja allt söluferlið heldur þessi hluti. Þetta er forsendan sem við erum að benda á.