152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

um fundarstjórn.

[16:36]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér er mikið kallað eftir rökum og rökum stjórnarliða fyrir því að kalla ekki til sérstaka rannsóknarnefnd. Ég veit ekki betur en að það sé margoft búið að koma fram. Það er búið að tala um það núna í nokkrar vikur. Fjármálaráðherra nefndi strax rök fyrir því fyrir páska. Ein af þeim rökum eru, og ég nefndi það hér í pontu í gær, að Ríkisendurskoðun getur og hefur hafið óháða úttekt á málinu. Ríkisendurskoðandi er sjálfstæður og engum háður í störfum sínum og hefur miklar og víðar heimildir til að kalla eftir öllum þeim gögnum sem hann óskar eftir. Hv. þm. Suðurk., Guðbrandur Einarsson, talar um að líklega hafi engin lög verið brotin. Hverju er þá verið að kalla eftir ef engin lög hafa verið brotin? (Forseti hringir.) Hann talar um siðrof. Við skulum þá ræða um siðrof og (Forseti hringir.) ef við ætlum að rannsaka það þurfum við heilbrigðisstarfsmenn.