152. löggjafarþing — 70. fundur,  27. apr. 2022.

málefni innflytjenda.

271. mál
[18:23]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en ítreka að þetta frumvarp er einn liður í að bæta samskipti ríkis og sveitarfélaga við móttöku þeirra sem fá hér vernd eftir að verndin hefur verið veitt, hvort sem fólk kemur hér sem svokallaðir kvótaflóttamenn eða kemur á eigin vegum eins og fólk frá Úkraínu er að gera núna. Það skiptir auðvitað máli fyrir það hlutverk Fjölmenningarseturs að para saman innflytjendur og sveitarfélög þannig að í sveitarfélagi sem tekur á móti innflytjendum sé sú þjónusta til staðar sem henta mun viðkomandi innflytjendum, atvinnulíf sem hentar o.s.frv. Enn og aftur vil ég spyrja hv. þingmann hvernig frumvarpið mælir fyrir um þjónustu Fjölmenningarseturs við sveitarfélög sem taka á móti innflytjendum.