152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[11:33]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Þetta bankasölumál er málið sem heldur áfram að gefa — útvöldum reyndar. Þegar ég reyni einhvern veginn að melta umræðuna hér áðan er myndin sem teiknast upp að ríkisstjórnin hafi einfaldlega verið, ja ef ekki meðvitundarlaus þá andlega fjarverandi við alla þessa ákvarðanatöku. Þetta er með miklum ólíkindum. Þau svör, hentistefnusvör, sem einstakir ráðherrar henda út og suður og draga svo til baka og betrumbæta, allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni, líklega í von um að kæfa málið — það mun náttúrlega ekki takast.

Herra forseti. Hér hefur meiri hlutinn hafnað eindregið ósk stjórnarandstöðunnar um rannsóknarnefnd vegna sölunnar. Má ég leggja til rannsóknarnefnd á störfum ríkisstjórnarinnar í þessu máli? Ég held að við hljótum öll að geta verið sammála um að það kæmi eitthvað áhugavert út úr því, mögulega sannleikurinn.