152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[11:41]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er um miklar áhyggjur um það hverju hæstv. ráðherra svaraði. (Gripið fram í.) Miklar áhyggjur, efasemdir og neikvæð orð um það. En hvað varðar orð hæstv. ráðherra um að þau hafi spurt sig spurninga í aðdraganda þess þegar átti að fara að selja banka (Gripið fram í: Haft áhyggjur.) — hver gerði það ekki? (Gripið fram í: Haft áhyggjur.) Haft efasemdir um þær aðferðir, spurt, fengið upplýsingar, kallað til sín sérfræðinga? Er það ekki eðlilegt? (Gripið fram í: Þetta er ekki það sem var sagt.) Hvar voru áhyggjur ykkar um akkúrat þetta sama efni fyrir söluna? (Gripið fram í.) Ég missti af því. (Gripið fram í.) Við misstum af því, viljum sjá það. (Gripið fram í.) Fyrir söluna. En við skulum halda … [Háreysti í þingsal.] Við skulum halda áfram að spyrja okkur og spyrja. (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Forseti verður að biðja þingmenn um að hafa hljóð meðan ræðumenn eru í ræðustól. Það er ekki hægt að halda þessum fundi áfram ef sjö þingmenn eru að kalla frammí fyrir sama ræðumanni á sama tíma.)

(ÞKG: Umvandaðu líka fyrir ráðherrum. Þeir eiga að svara spurningum hérna.)(Gripið fram í.)