152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[11:57]
Horfa

Guðbrandur Einarsson (V):

Virðulegur forseti. Í glærukynningu Bankasýslunnar koma m.a. fram þessi atriði, með leyfi forseta: Til að ná forgangsmeginmarkmiði laga nr. 155/2012, um hagkvæmni, þ.e. hæsta verð, er lagt til að næsta sala fari fram með tilboðsfyrirkomulagi. Hagkvæmni, hæsta verð. Markmiðum dreift. Eignaraðild var náð með frumútboði. Það var gert í fyrsta útboði, það þyrfti ekki dreifða eignaraðild í þessu máli, alla vega ekki í þessum áfanga. Síðan segir: Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð. Og svo segir, virðulegur forseti: Með þessu fyrirkomulagi er mun líklegra að ríkissjóður afli hámarksverðs og takmarki áhættu vegna sölu.

Þetta var það sem verið var að horfa til, hámarksverð, og það var búið að ná dreifðri eignaraðild. Þannig að maður spyr: Hvers vegna var þessi leið farin, að hleypa inn einhverjum aðilum? Og hvers vegna koma menn núna eftir á og segja: Ja, einhverjir verðbréfamiðlarar fóru ekki eftir reglunum? Evrópa vandar sig. Þessu hefur verið sinnt í Evrópu í áratugi. Evrópa er vanda sig en hér ríkir fúsk ár eftir ár.