152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[12:03]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P):

Forseti. Hæstv. menningar- og viðskiptaráðherra kom hingað upp og talaði um að hinir ráðherrarnir hefðu líka áhyggjur. Hvernig geta ráðherra landsins tekið þá ákvörðun að selja bankana okkar með áhyggjur af því hvernig að því er staðið? Ókei. Hvað gerir einstaklingur sem hefur áhyggjur af einhverju og hvernig sé staðið að því? Hann fylgist betur með því hvernig sé staðið að einhverju. Hann heldur sig ekki í fjarlægð eða bakkar frá fyrr en hann er búinn að tryggja að hann hafi ekki áhyggjurnar sem hann hafði. Mér kemur þetta fyrir sjónir sem þessi íslenska leið, þetta reddast bara. Þetta reddast ekki. Þetta eru risastórar ákvarðanir og það er mótsögn í mínum huga að hafa áhyggjur af einhverju, hafa áhyggjur af sölunni, og halda sig svo í armslengd frá áhyggjum sínum.