152. löggjafarþing — 71. fundur,  28. apr. 2022.

afstaða ráðherra til söluferlis Íslandsbanka.

[12:08]
Horfa

Jóhann Friðrik Friðriksson (F):

Frú forseti. Ég verð að taka undir það að mér finnst ekki, á ég að segja verðugt að bera það mál sem við ræðum hér saman við það ömurlega hrun sem við upplifðum á sínum tíma? Það var allt öðruvísi mál, miklu stærra mál en sannarlega alvarlegt. Traust skiptir máli og við glötuðum því sannarlega í hruninu. Það liggur alveg fyrir og við höfum farið vel yfir það hversu langan tíma það tók okkur, íslenska þjóð, að ná á þann stað sem við þó erum á núna sem er sem betur fer mun betri. Ég missti mína íbúð í hruninu, var einn af þessum 15.000.

Ég ítreka að hér erum við að ræða mál sem er verið að fara að rannsaka. Ég vara ykkur, ágætu þingmenn — ég óska eftir því, frú forseti, að við reynum að stilla umræðunni hér í hóf og einbeitum okkur að því að komast til botns í málinu.