152. löggjafarþing — 73. fundur,  29. apr. 2022.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

530. mál
[13:57]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég er varaþingmaður og er ný hérna á þingi og mig langar bara að spyrja praktískra spurninga í kringum þetta. Mér finnst þetta mjög gott frumvarp og allt það. En hér er mikið talað um börn og í þágu barna og ég stóð í þeirri trú að barnamálin væru flest hjá barnamálaráðherra. Þess vegna velti ég fyrir mér hvers vegna þessar greinar um snemmtæka þjónustu, Barna- og fjölskyldustofu og annað eru á borði hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra.