152. löggjafarþing — 73. fundur,  29. apr. 2022.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

530. mál
[13:58]
Horfa

félags- og vinnumarkaðsráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir samtalið í dag. Þannig er að við samþykkt samþættingarlaganna í þágu farsældar barna á síðasta löggjafarþingi þá varð til, má kannski segja, ákveðin rammalöggjöf sem síðan þarf að samhæfa við ýmsa aðra löggjöf, m.a. á sviði félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, á sviði menntamálaráðuneytis og líka, ég tel að ég fari rétt með, á sviði dómsmálaráðuneytis. Þetta er í rauninni þess vegna eðlilegt framhald af því að klára þá lagalegu innleiðingu sem þarf að eiga sér stað enda liggja málefni barna víðar í kerfinu en einvörðungu hjá mennta- og barnamálaráðherra. Til dæmis má benda á þessa fjóra lagabálka sem ég nefndi sérstaklega í framsöguræðu minni áðan.