152. löggjafarþing — 73. fundur,  29. apr. 2022.

breyting á ýmsum lögum í þágu barna.

530. mál
[13:59]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra fyrir svarið. Já, ég velti því fyrir mér vegna þess að það hefur verið smá ruglingur um hvar hlutirnir eiga að vera og hvaða málefni eru hvar. Þegar ég er ekki varaþingmaður hér á þingi heldur barnaverndarstarfsmaður velti ég því fyrir mér hvort með því að þetta blandist svona skýrt inn í mismunandi flokka, sem það að vísu gerir, geti líka haft þær afleiðingar að minni ábyrgð sé tekin af einu ráðuneyti, það sé ekki skýrt fyrir ráðuneytin hvert beri mesta ábyrgð hverju sinni. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. félags- og vinnumarkaðsráðherra hvort hann haldi að þetta gæti haft þau áhrif að það verði minni ábyrgð hjá hverju ráðuneyti fyrir sig þar sem þetta er það dreift.