152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.

[15:25]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Það er búið að setja þónokkuð aukið fjármagn, yfir 2 milljarða, í málaflokkinn núna, sem var mjög vel gert, sem forveri minn stóð fyrir, og það voru líka sett í gang geðheilsuteymi um allt land, þannig að það var meira gert á síðasta kjörtímabili en oft áður. Ég get lofað því hér að ég mun fylgja því fast eftir. Þess sér merki í fyrirliggjandi fjármálaáætlun að við fylgjum því eftir. Við getum örugglega alltaf gert betur og sett meira í málaflokkinn. Það eru góðir hlutir að gerast varðandi biðlistana en það kemur jafnframt fram í þessari ágætu skýrslu sem hv. þingmaður dregur hér fram, skýrslu ríkisendurskoðanda, að við þurfum líka að samhæfa biðlistana. Eins og í öllum öðrum málaflokkum heilbrigðisþjónustu þar sem við erum með biðlista þá er of mikið um að það séu margir á biðlistum á mörgum stöðum. Til þess að geta unnið þetta á skilvirkari hátt, og það dregur ríkisendurskoðandi m.a. fram, þurfum við að greina þetta betur.