152. löggjafarþing — 74. fundur,  16. maí 2022.

biðlistar eftir valaðgerðum.

506. mál
[17:00]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og ráðherra fyrir þessa umræðu sem er mjög góð. Mig langar aðeins að koma inn á það og tek undir orð hv. 6. þm. Suðurk., Ásmundar Friðrikssonar, að við getum útvistað þessum aðgerðum. Við getum fært mjög mikið af aðgerðum frá Landspítala yfir á önnur sjúkrahús og ég bendi í því sambandi sérstaklega á Kragasjúkrahúsin. Á síðasta ári var ákveðið að setja á fót liðskiptasetur á Akranesi og gert ráð fyrir að það myndi hefja starfsemi í mars á þessu ári og allt að 430 aðgerðir yrðu gerðar á ári. Ég myndi gjarnan vilja fá svar frá ráðherra um hvar það mál sé statt, hvort það liðskiptasetur hafi hafið starfsemi sína, en í dag eru yfir 1.000 manns á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. Eins vil ég ítreka þau orð ráðherra, sem hann lét falla hér í febrúarmánuði, að hann vilji halda þessum aðgerðum á Íslandi. Það viljum við líka og ég vil gjarnan að þessi verkefni fari þá til einkarekinna (Forseti hringir.) fyrirtækja eins og t.d. Klíníkurinnar.