152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:40]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta frumvarp eins og það er hérna hefur ekki verið inni í samráðsgátt stjórnvalda þó svo að önnur frumvörp hafi svo sannarlega verið það. Það getur alveg verið að það þurfi að ganga harðar fram í því að beita undanþáguákvæðum. Ég er mjög fylgjandi því að horft sé til aðstæðna fólks. Núgildandi útlendingalög eru ekki þannig úr garði gerð að hér fái allir vernd. Þetta getur bara verið eitt af því sem þingið getur skrifað inn enn skýrar, þ.e. til hvaða sjónarmiða það vill að verði horft, vegna þess að þessi ákvæði skipta gríðarlega miklu máli. Það á að horfa til aðstæðna fólks og ef það er það sem stendur í þeim lögum sem koma frá okkur þá eigum við að gera þá kröfu að til þess sé horft og því sé fylgt eftir.